top of page

VELKOMIN HEIM

Þjóðleikhúsið // The National Theatre in Iceland

Ragnheiður Erla Björnsdóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir þræða fallega hljóðmynd inn í framvinduna, upptökurnar af Völu Rún sjálfri virka afskaplega vel og gefa henni tækifæri til að færa sína eigin rödd inn í sýninguna.

SJ, Fréttablaðið

Vala Rún fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Hún veit ekki hvenær hún á afmæli, bara að hún fæddist einhvern tímann á monsúntímabilinu. Hún kynntist aldrei föður sínum, missti móður sína sex ára og var meira og minna á eigin vegum eftir það. Árið 2019 stendur dóttir hennar á leiksviði í Þjóðleikhúsinu, fyrsta konan af asískum uppruna sem útskrifast af leikarabraut Listaháskóla Íslands.

Í leiksýningunni Velkomin heim segir leikkonan María Thelma Smáradóttir sögu móður sinnar, fjallar um líf hennar í Taílandi og reynslu hennar þegar hún kom fyrst til Íslands fyrir 28 árum.

Völu Rún fannst hún aldrei eiga heima neins staðar í Taílandi. Á Íslandi leið henni eins og hún væri komin heim, og þó þekkti hún hér engan fyrir og talaði ekki tungumálið. Hvað er það að eiga heima einhvers staðar? Hvað er heimaland? 

Verkið tekur einnig á því hvernig er að vera dóttir innflytjanda, alast upp á milli tveggja menningarheima og að vera Íslendingur með blandaðan uppruna.  

Verkið heimsótti hátíðina Act Alone árið 2019 og fór svo á tveggja mánaða sýningarferðalag Þjóðleikhússins í alla grunnskóla landsins þar sem það var sýnt í yfir 60 skipti. Verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2019.

Screenshot 2022-02-16 at 10.24.51.png
Screenshot 2022-02-16 at 10.24.34.png

CREATIVE TEAM

Creator and actress - María Thelma Smáradóttir

Directors, dramaturgy and co-creators - Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils

Composers and Sound Design - Ragnheiður Erla Björnsdóttir and Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Light Design - Hafliði Emil Barðason og Kjartan Darri Kristjánsson

Stage Design and Costumes - Eleni Podara

bottom of page